fbpx Skip to main content

Algalíf stefnir á almennan hlutabréfamarkað árið 2025.

By December 18, 2022Fréttir

Stjórn líftæknifyrirtækisins Algalífs samþykkti á fundi sínum 15. desember að hefja undirbúning fyrir skráningu fyrirtækisins á almennan hlutabréfamarkað árið 2025. Stjórnin hefur fengið ráðgjafafyrirtækið Hamrar Capital Partners til að halda utan um undirbúning skráningarinnar og veita eigendum félagsins sértæka ráðgjöf í ferlinu. Þá var Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri og einn eiganda ráðgjafafyrirtækisins Hamrar Capital Partners, kjörinn stjórnarformaður Algalífs á fundinum.

Algalíf ræktar örþörunga á Ásbrú í Reykjanesbæ og framleiðir úr þeim andoxunarefnið astaxanthín. Yfirstandandi 7.500m² stækkun á verksmiðju Algalífs er komin vel á veg en heildarstærð verksmiðju Algalíf verður 12.500m² þegar verkinu lýkur seint á næsta ári. Framleiðslugeta félagsins mun jafnframt fjórfaldast frá því sem nú er.

Nýja verksmiðjan verður stærsta og fullkomnasta verksmiðja í heimi í framleiðslu á náttúrulegu astaxanthín og er heildarfjárfjárfesting vegna stækkunarinnar um 4,5 milljarðar króna.

Sjálfbærni verður áfram leiðarljós í starfseminni en við ræktun örþörunga umbreytist koltvísýringur í súrefni við ljóstillífun þörunganna. Algalíf er vottað kolefnishlutlaust fyrirtæki og notar eingöngu græna jarðvarmaorku frá HS Orku til framleiðslunnar í samræmi við langtímasamning fyrirtækjanna.

„Stækkunin hefur gengið í samræmi við áætlanir og fyrstu kerfin er þegar virk. Nýja verksmiðjan mun hjálpa Algalíf að styrkja sig í sessi sem eitt fremsta fyrirtæki í heimi í framleiðslu og markaðssetningu á náttúrulegu astaxanthíni. Til viðbótar mun bætt aðstaða gefa ný tækifæri til að leggja aukna áherslu á rannsóknir og þróun og sækja inn á nýja markaði,“ segir Orri Björnson, forstjóri Algalífs.

„Við erum afar spennt yfir því að fá Baldur Stefánsson til liðs við okkur sem stjórnarformann., og einnig að geta fljótlega aukið framleiðslu félagsins umtalsvert í nýrri hátækniverksmiðju. Fyrirhuguð skráning á hlutabréfamarkað mun gera okkur kleift að vaxa enn hraðar og styrkja okkur sem leiðandi fyrirtækis í rannsóknum og þróun, sem mun skila sér til viðskiptavina okkar og annarra hagaðila,“ segir Kenneth Bern, Forstjóri HeTe Invest AS eiganda Algalífs.

Close Menu

Algalif Iceland ehf. is committed to ensuring the security and protection of the personal information that we process, and to provide a compliant and consistent approach to data protection. Under the General Data Protection Regulation (GDPR) (EU) 2016/679, we have a legal duty to protect any information we collect from you. To learn more, go to www.algalif.com/privacy-policy