fbpx Skip to main content

Algalíf hlýtur Alþjóðlegu GHP líftækniverðlaunin annað árið í röð.

By March 4, 2022Fréttir

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Algalíf hlýtur Alþjóðlegu GHP líftækniverðlaunin 2022 (e. Biotechnology Awarsds) sem besti framleiðandi á afurðum úr náttúrulegu astaxanthíni. Algalíf hlaut sömu verðlaun í fyrra og var þá fyrsta íslenska fyrirtækið til að hljóta þau.

Verðlaunin eru veitt árlega í nokkrum mismunandi flokkum, en er í sjöunda sinn sem Alþjóðlegu GHP líftækniverðlaunin eru veitt. Algalíf framleiðir astaxanthín úr örþörungum sem ræktaðir eru í starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Hjá fyrirtækinu starfa um tæplega 50 manns.

Verðlaunin eru veitt af tímaritinu Global Health and Pharma sem er eitt víðlesnasta og virtasta fagtímarit á sviði heilsuvísinda. Útgefandi er AI Global Media í Bretlandi gefur út tólf mismunandi fagtímarit sem mörg eru leiðandi í umfjöllun á sínu sviði.

Algalíf er lang stærsta örþörungafyrirtæki á Íslandi og í fararbroddi í Evrópu. Það hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir sjálfbærni, gæði og afhendingaröryggi. „Starfsemin gengur vel, við nú að stækkun og það er heiður að fá viðurkenningu í formi þessara virtu verðlauna tvö ár í röð“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs.

Photo by Styrmir Kári & Heiðdís Photography.

Í lok síðasta 2020 var tilkynnt um fyrirhugaða fjögurra milljarða króna stækkun fyrirtækisins (www.algalif.is/staekkun). Framkvæmdir eru komnar vel á veg en áætlað er að þeim ljúki á næsta ári. Sérhæft og vel menntað starfsfólk heldur framleiðslukostnaði Algalífs í skefjum með nýsköpun og nýtingu hátæknilausna á öllum stigum. „Þessi verðlaun eru fyrst og fremst heiður fyrir starfsfólk Algalífs“ segir Orri Björnsson, forstjóri.

Hér má finna nánari upplýsingar um veitenda verðlaunanna:

www.ghp-news.com

www.aiglobalmedialtd.com/brands

Nánari upplýsingar um Algalíf er að finna hér:

www.algalif.com

 

Myndir:

 

 

Close Menu

Algalif Iceland ehf. is committed to ensuring the security and protection of the personal information that we process, and to provide a compliant and consistent approach to data protection. Under the General Data Protection Regulation (GDPR) (EU) 2016/679, we have a legal duty to protect any information we collect from you. To learn more, go to www.algalif.com/privacy-policy