fbpx Skip to main content
Monthly Archives

July 2022

Algalíf and geothermal power company HS Orka sign a 15-year agreement on green electricity purchases

By News

The biotechnology company Algalíf has signed a new 15-year agreement for the purchase of environmentally-friendly electricity from power producer HS Orka. All the electricity is produced with geothermal power. Through the agreement, Algalíf ensures sufficient clean energy for the company’s ongoing plant expansion.

Algalíf grows microalgae and processes them into the dietary supplement astaxanthin. Green electricity is one of Algalif’s most important resources. The foreseeable stability in energy prices that is bound by the agreement strengthens the company’s international competitive position in the long term.

HS Orka is known for its security of supply and environmentally friendly production of geothermal electricity. It is therefore in accordance with Algalif’s environmental policy to enter into a long-term agreement with HS Orka, as Algalíf places great emphasis on sustainability, product purity, and the minimum ecological footprint of its production processes.

Construction work on the Algalif plant expansion is progressing well, but production capacity will triple, from 30 tons to 100 tons of biomass annually, and the number of employees will double from 40 to 80. The project will be finished by the end of 2023. With secure access to green electricity, there is no nothing to stop the company from becoming the largest worldwide producer of sustainable natural astaxanthin.

Algalíf has been in a business relationship with HS Orka since the company was founded a decade ago. The management of both companies is satisfied with the collaboration so far and expects a lot from the collaboration in the coming years

Algalíf og HS Orka undirrita 15 ára samning um raforkukaup

By Fréttir

Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur undirritað nýjan 15 ára samning um kaup á umhverfisvænni raforku af HS Orku. Með samningnum tryggir Algalíf sér næga hreina orku vegna yfirstandandi stækkunar fyrirtækisins að Ásbrú í Reykjanesbæ.

Algalíf ræktar örþörunga og vinnur úr þeim fæðubótaefnið astaxanthín. Græn raforka er meðal mikilvægustu aðfanga Algalífs. Sá fyrirsjáanlegi stöðugleiki í orkuverði sem bundinn er í samninginn styrkir því alþjóðlega samkeppnisstöðu fyrirtækisins til langs tíma.

HS Orka er þekkt fyrir afhendingaröryggi og umhverfisvæna framleiðslu á raforku úr jarðvarma. Það fellur því einkar vel að umhverfisstefnu Algalífs að gera langtímasamning við HS Orku, en Algalíf leggur mikla áherslu á sjálfbærni, hreinleika afurða og lágmarks vistspor framleiðsluferla.

Framkvæmdir við stækkun verksmiðjunnar á Ásbrú ganga vel en framleiðslugetan mun þrefaldast og starfsmannafjöldi tvöfaldast úr 40 í 80 þegar framkvæmdum lýkur 2023. Áætlað er að árleg velta fari yfir fimm milljarða króna eftir stækkun og með tryggum aðgangi að raforku er ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækið verði það stærsta á heimsvísu í framleiðslu á sjálfbæru náttúrulegu astaxanthíni.

Algalíf hefur verið í viðskiptum við HS orku frá því fyrirtækið var stofnað fyrir áratug. Stjórnendur beggja fyrirtækja eru ánægðir með samstarfið hingað til og vænta mikils af samstarfinu næstu árin.

Close Menu

Algalif Iceland ehf. is committed to ensuring the security and protection of the personal information that we process, and to provide a compliant and consistent approach to data protection. Under the General Data Protection Regulation (GDPR) (EU) 2016/679, we have a legal duty to protect any information we collect from you. To learn more, go to www.algalif.com/privacy-policy