fbpx Skip to main content
Category

Fréttir

Náttúrleg plöntuvarnarefni úr örþörungum

By Fréttir

Íslenska líftæknifyrirtækið Algalíf stefnir á framleiðslu náttúrlegra plöntuvarnarefna úr örþörungum í samstarfi við franska líftæknifyrirtækið ImmunRise Biocontrol til notkunar í landbúnaði. Áætluð alþjóðleg markaðsstærð er yfir 1. 000 milljarðar króna. Þegar hefur fengist rúmlega hundrað milljóna styrkur frá Evrópusambandinu til verkefnisins.

1.000 milljarða alþjóðlegur markaður.

Varnarefni eru notuð í landbúnaði víða um heim og áætlað er að markaður með þau á heimsvísu velti sem nemur nærri eitt þúsund milljörðum íslenskra króna. Þessi markaður fer ört stækkandi og áætlað er að hann muni tvöfaldast á næstu fimm árum. Stór hluti þeirra efna sem nú eru notuð er kemískur en mikil eftirspurn er eftir náttúrulegum staðgönguefnum. Evrópusambandið styður slíka umbreytingu og stefnir á helmingun á notkun kemískra varnarefna fyrir árið 2030.

Þróunarstyrkur frá Evrópusambandinu.

Algalíf og ImmunRise hafa þegar fengið þróunarstyrk úr Eureka Eurostars áætlun Evrópusambandsins sem nemur rúmlega 100 milljónum íslenskra króna, til að þróa ný og umhverfisvæn plöntuvarnarefni úr örþörungum. Frumtilraunir síðustu missera lofa góðu og mögulegt að innan fárra ára rísi ný örþörungaverksmiðja á Íslandi sem hluti þessa verkefnis.

Eitt öflugasta örþörungafyrirtæki Evrópu.

Algalíf er nú þegar leiðandi fyrirtæki í framleiðslu örþörunga á heimsvísu en það er stærsti framleiðandi Evrópu á fæðubótaefninu astaxanthín. Unnið er að lokauppsetningu nýrrar hátækni örþörungaverksmiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þegar hún hefur náð fullum afköstum á næsta ári mun framleiðslan verða rúmlega þreföld miðað við það sem nú er. Þar með verður Algalíf stærsti framleiðandi í heimi á náttúrulegu astaxanthíni í samtals 13.300 m² húsnæði.

Forstjóri Algalífs er Orri Björnsson og starfsmenn eru um 70.

Franskur frumkvöðull í rannsóknum.

ImmunRise Biocontrol er franskt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum og þróun lífvirkra varnarefna úr þörungum. Fyrstu afurðir þess eru umhverfisvæn sveppavarnarefni fyrir landbúnað sem nú eru í skráningar- og vottunarferli hjá viðeigandi yfirvöldum í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum.

Algalíf stefnir á almennan hlutabréfamarkað árið 2025.

By Fréttir

Stjórn líftæknifyrirtækisins Algalífs samþykkti á fundi sínum 15. desember að hefja undirbúning fyrir skráningu fyrirtækisins á almennan hlutabréfamarkað árið 2025. Stjórnin hefur fengið ráðgjafafyrirtækið Hamrar Capital Partners til að halda utan um undirbúning skráningarinnar og veita eigendum félagsins sértæka ráðgjöf í ferlinu. Þá var Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri og einn eiganda ráðgjafafyrirtækisins Hamrar Capital Partners, kjörinn stjórnarformaður Algalífs á fundinum.

Algalíf ræktar örþörunga á Ásbrú í Reykjanesbæ og framleiðir úr þeim andoxunarefnið astaxanthín. Yfirstandandi 7.500m² stækkun á verksmiðju Algalífs er komin vel á veg en heildarstærð verksmiðju Algalíf verður 12.500m² þegar verkinu lýkur seint á næsta ári. Framleiðslugeta félagsins mun jafnframt fjórfaldast frá því sem nú er.

Nýja verksmiðjan verður stærsta og fullkomnasta verksmiðja í heimi í framleiðslu á náttúrulegu astaxanthín og er heildarfjárfjárfesting vegna stækkunarinnar um 4,5 milljarðar króna.

Sjálfbærni verður áfram leiðarljós í starfseminni en við ræktun örþörunga umbreytist koltvísýringur í súrefni við ljóstillífun þörunganna. Algalíf er vottað kolefnishlutlaust fyrirtæki og notar eingöngu græna jarðvarmaorku frá HS Orku til framleiðslunnar í samræmi við langtímasamning fyrirtækjanna.

„Stækkunin hefur gengið í samræmi við áætlanir og fyrstu kerfin er þegar virk. Nýja verksmiðjan mun hjálpa Algalíf að styrkja sig í sessi sem eitt fremsta fyrirtæki í heimi í framleiðslu og markaðssetningu á náttúrulegu astaxanthíni. Til viðbótar mun bætt aðstaða gefa ný tækifæri til að leggja aukna áherslu á rannsóknir og þróun og sækja inn á nýja markaði,“ segir Orri Björnson, forstjóri Algalífs.

„Við erum afar spennt yfir því að fá Baldur Stefánsson til liðs við okkur sem stjórnarformann., og einnig að geta fljótlega aukið framleiðslu félagsins umtalsvert í nýrri hátækniverksmiðju. Fyrirhuguð skráning á hlutabréfamarkað mun gera okkur kleift að vaxa enn hraðar og styrkja okkur sem leiðandi fyrirtækis í rannsóknum og þróun, sem mun skila sér til viðskiptavina okkar og annarra hagaðila,“ segir Kenneth Bern, Forstjóri HeTe Invest AS eiganda Algalífs.

Algalíf og HS Orka undirrita 15 ára samning um raforkukaup

By Fréttir

Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur undirritað nýjan 15 ára samning um kaup á umhverfisvænni raforku af HS Orku. Með samningnum tryggir Algalíf sér næga hreina orku vegna yfirstandandi stækkunar fyrirtækisins að Ásbrú í Reykjanesbæ.

Algalíf ræktar örþörunga og vinnur úr þeim fæðubótaefnið astaxanthín. Græn raforka er meðal mikilvægustu aðfanga Algalífs. Sá fyrirsjáanlegi stöðugleiki í orkuverði sem bundinn er í samninginn styrkir því alþjóðlega samkeppnisstöðu fyrirtækisins til langs tíma.

HS Orka er þekkt fyrir afhendingaröryggi og umhverfisvæna framleiðslu á raforku úr jarðvarma. Það fellur því einkar vel að umhverfisstefnu Algalífs að gera langtímasamning við HS Orku, en Algalíf leggur mikla áherslu á sjálfbærni, hreinleika afurða og lágmarks vistspor framleiðsluferla.

Framkvæmdir við stækkun verksmiðjunnar á Ásbrú ganga vel en framleiðslugetan mun þrefaldast og starfsmannafjöldi tvöfaldast úr 40 í 80 þegar framkvæmdum lýkur 2023. Áætlað er að árleg velta fari yfir fimm milljarða króna eftir stækkun og með tryggum aðgangi að raforku er ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækið verði það stærsta á heimsvísu í framleiðslu á sjálfbæru náttúrulegu astaxanthíni.

Algalíf hefur verið í viðskiptum við HS orku frá því fyrirtækið var stofnað fyrir áratug. Stjórnendur beggja fyrirtækja eru ánægðir með samstarfið hingað til og vænta mikils af samstarfinu næstu árin.

Algalíf skrifar undir samning um þróun á lífplasthúð úr þörungahrati

By Fréttir

Líftæknifyrirtækið Algalíf Iceland ehf. var stofnað 5. maí 2012 og er því tíu ára. Það er Algalíf mikil ánægja á þessum tímamótum að skrifa undir samning við sprotafyrirtækið Marea ehf. um þróun á lífplasthúð (e. Food coating) úr þörungahrati. Um er að ræða næfurþunna lífniðurbrjótanlega (e. biodegradable) húð um matvæli sem mun bæði minnka plastnotkun og draga úr matarsóun með því að auka geymsluþol matvæla.

Þessi nýting er nýnæmi og getur orðið mikilvægt skref til aukinnar sjálfbærni á Íslandi og innlegg í verðmætaskapandi hringrásarhagkerfi framtíðarinnar. Hún kemur til viðbótar núverandi þróun Marea á lífplastfilmum úr þara.

Um Marea

Marea ehf. er sprotafyrirtæki á sviði líftækni, sem hefur undanfarin ár verið að þróa Þaraplast, lífplast úr þara. Marea hefur meðal annars hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði, hvatningarverðlaun sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2021 og er keppandi í úrslitum í alþjóðlegu TOM FORD Plastic Innovation Prize. www.marea.is

Um Algalíf

Líftæknifyrirtækið Algalíf er stærsta fyrirtækið í örþörungaframleiðslu á Íslandi og eitt af þeim stærstu í Evrópu. Það hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir sjálfbærni, gæði og afhendingaröryggi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 50 manns og ársveltan er rúmur einn og hálfur milljarður króna. Framkvæmdir við fjögurra milljarða þreföldun á framleiðslunni eru vel á veg komnar.

Algalíf leggur mikla áherslu á sjálfbærni en framleiðslan fer fram með umhverfisvænum orkugjöfum í stýrðu umhverfi innanhúss í 5.500 m² húsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ. Við framleiðsluna eru bundin um 75 tonn af koltvísýringi en um 60 tonn af súrefni eru losuð út í andrúmsloftið. Ekkert jarðefnaeldsneyti er notað í framleiðsluferlinu hjá Algalíf og efnanotkun er í lágmarki. Einu hráefnin til framleiðslunnar eru auk þörunganna sjálfra, vatn, næring og ljós (raforka). Annar úrgangur en súrefni er lífrænt þörungahrat sem nú er nýtt sem áburður. www.algalif.is

Algalíf hlýtur Alþjóðlegu GHP líftækniverðlaunin annað árið í röð.

By Fréttir

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Algalíf hlýtur Alþjóðlegu GHP líftækniverðlaunin 2022 (e. Biotechnology Awarsds) sem besti framleiðandi á afurðum úr náttúrulegu astaxanthíni. Algalíf hlaut sömu verðlaun í fyrra og var þá fyrsta íslenska fyrirtækið til að hljóta þau.

Verðlaunin eru veitt árlega í nokkrum mismunandi flokkum, en er í sjöunda sinn sem Alþjóðlegu GHP líftækniverðlaunin eru veitt. Algalíf framleiðir astaxanthín úr örþörungum sem ræktaðir eru í starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Hjá fyrirtækinu starfa um tæplega 50 manns.

Verðlaunin eru veitt af tímaritinu Global Health and Pharma sem er eitt víðlesnasta og virtasta fagtímarit á sviði heilsuvísinda. Útgefandi er AI Global Media í Bretlandi gefur út tólf mismunandi fagtímarit sem mörg eru leiðandi í umfjöllun á sínu sviði.

Algalíf er lang stærsta örþörungafyrirtæki á Íslandi og í fararbroddi í Evrópu. Það hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir sjálfbærni, gæði og afhendingaröryggi. „Starfsemin gengur vel, við nú að stækkun og það er heiður að fá viðurkenningu í formi þessara virtu verðlauna tvö ár í röð“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs.

Photo by Styrmir Kári & Heiðdís Photography.

Í lok síðasta 2020 var tilkynnt um fyrirhugaða fjögurra milljarða króna stækkun fyrirtækisins (www.algalif.is/staekkun). Framkvæmdir eru komnar vel á veg en áætlað er að þeim ljúki á næsta ári. Sérhæft og vel menntað starfsfólk heldur framleiðslukostnaði Algalífs í skefjum með nýsköpun og nýtingu hátæknilausna á öllum stigum. „Þessi verðlaun eru fyrst og fremst heiður fyrir starfsfólk Algalífs“ segir Orri Björnsson, forstjóri.

Hér má finna nánari upplýsingar um veitenda verðlaunanna:

www.ghp-news.com

www.aiglobalmedialtd.com/brands

Nánari upplýsingar um Algalíf er að finna hér:

www.algalif.com

 

Myndir:

 

 

Algalíf hlýtur sjálfbærnimerki Landsbankans.

By Fréttir

Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur hlotið sjálfbærnimerki Landsbankans. Sjálfbærnimerki Landsbankans er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.

Algalíf er í fararbroddi í umhverfismálum. Fyrirtækið framleiðir fæðubótaefnið astaxanthín úr örþörungum. Einungis er notast við græna jarðvarmaorku, afurðir fyrirtækisins eru vottaðar kolefnishlutlausar, öll ökutæki eru græn, ekkert jarðefnaeldsneyti er notað í framleiðsluferlinu og öll innkaup eru gerð með sjálfbærni að leiðarljósi.

„Þessi viðurkenning sýnir okkur að það eru góð viðskipti að vinna af heilindum að samfélagsábyrgð, umhverfismálum og sjálfbærni og hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs.

Algalíf framleiðir astaxanthín úr örþörungum. Einungis er notast við græna jarðvarmaorku, afurðir fyrirtækisins eru vottaðar kolefnishlutlausar, öll ökutæki eru græn, ekkert jarðefnaeldsneyti er notað í framleiðsluferlinu og innkaup eru gerð með sjálfbærni að leiðarljósi.

Hjá Algalíf starfa nú tæplega 50 manns en stækkun á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ er komin vel á veg og starfsmönnum á enn eftir að fjölga. Framleiðslan mun þrefaldast og eftir stækkunina verður Algalíf öflugasta fyrirtækið á sínu sviði í heiminum.

Á myndinni eru Orri Björnsson, forstjóri Algalífs og Hrafn Harðarson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum

Kolefnishlutleysi astaxanthín afurða Algalífs alþjóðlega vottað af CarbonNautral®

By Fréttir

Afurðir líftæknifyrirtækisins Algalífs er nú vottaðar kolefnishlutlausar í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækisins sem kynnt var í fyrra. Algalíf framleiðir plöntuþörunga með ljóstillifun á Ásbrú í Reykjanesbæ. Helstu aðföng til framleiðslunar eru hreint vatn og græn raforka úr jarðvarma fyrir gróðurljós af nýjustu gerð.

Algalíf er í fararbroddi í umhverfismálum. Öll ökutæki félagsins eru græn, aðföng eru umhverfisvottuð og rekin er víðtæk sorplágmörkunarstefna. Algalíf notar ekkert jarðefnaeldsneyti við framleiðslu sína. Algalíf valdi vottunina frá CarbonNeutral® vegna þess hversu virt og áræðanleg hún er. Meðal annarra alþjóðlegra fyrirtækja með þessa vottun eru tæknifyrirtækin Microsoft og Logitech, og fjölmiðlarisinn Sky.

Hjá Algalíf vinna nú um 50 manns en verða bráðlega um 80 þegar framleiðsla í fjögurra milljarða nýbyggingu verður komin á fullan skrið á næsta ári. Fyrirtækið hefur hlotið fjölda innlendra og alþjóðlegra viðurkenninga á sviði líftækni, nýsköpunar, umhverfismála og rekstrar. Þá hefur Orri Björnsson forstjóri hlotið margvíslegan heiður fyrir að hafa leitt uppbyggingu fyrirtækisins frá upphafi.

Vottunin er hluti af áralangri vegferð Algalífs til sjálfbærni. ,,Jafnvel þótt við séum í grunnin eitt af grænustu fyrirtækjum landsins þá liggur talsverð vinna í því að fá jafn virta alþjóðlega vottun. En við teljum það ekki eftir okkur, því orðum um samfélagsábyrgð og græna framtíð verða að fylgja aðgerðir” segir Orri Björnsson forstjóri Algalífs. ,,Það liggur auðvitað fyrir að það fylgir því kostnaður til skemmri tíma að taka umhverfismálin alvarlega og vera í fararbroddi, en við teljum að að þetta muni skila sér til lengri tíma í meiri sölu og aukinni verðmætasköpun.”

,,Við erum öll stolt af því að vera grænt fyrirtæki sem leggur sitt af mörkum til að leysa þann umhverfisvanda sem að steðjar” segir Orri. ,,Með því sýnum við ábyrð og virðingu fyrir landinu, samfélaginu og samborgurum okkar.”

Fyrsta skóflustunga að nýrri verksmiðju Algalífs í Reykjanesbæ

By Fréttir

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar tóku í dag fyrstu skóflustungu að nýrri verksmiðju líftæknifyrirtækisins Algalífs að Axartröð 1 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hin nýja 7.000 m² verksmiðja mun rísa við hlið núverandi 5.500 m² starfsstöðvar Algalífs.

Algalíf hlýtur Alþjóðlegu GHP líftækniverðlaunin 2021.

By Fréttir

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Algalíf hlýtur Alþjóðlegu GHP líftækniverðlaunin 2021 (e. Biotechnology Awarsds) sem besti framleiðandi á afurðum úr náttúrulegu astaxanthíni.

Verðlaunin eru veitt árlega í nokkrum mismunandi flokkum, en Algalíf er fyrsta íslenska fyrirtækið til að vinna þau. Þetta er í sjötta sinn sem Alþjóðlegu GHP líftækniverðlaunin eru veitt. Algalíf framleiðir astaxanthín úr örþörungum sem ræktaðir eru í starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ.

Verðlaunin eru veitt af tímaritinu Global Health and Pharma sem er eitt víðlesnasta og virtasta fagtímarit á sviði heilsuvísinda. Útgefandi er AI Global Media í Bretlandi gefur út tólf mismunandi fagtímarit sem mörg eru leiðandi í umfjöllun á sínu sviði.

Algalíf er lang stærsta örþörungafyrirtæki á Íslandi og í fararbroddi í Evrópu. Það hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir sjálfbærni, gæði og afhendingaröryggi. „Starfsemin hefur gengið mjög að undanförnu og það er afskaplega ánægjulegt að fá viðurkenningu í formi þessara virtu verðlauna“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs.

Photo by Styrmir Kári & Heiðdís Photography.

Í lok síðasta árs var tilkynnt um fyrirhugaða fjögurra milljarða króna stækkun fyrirtækisins (www.algalif.is/staekkun). Sérhæft og vel menntað starfsfólk heldur framleiðslukostnaði Algalífs í skefjum með nýsköpun og nýtingu hátæknilausna á öllum stigum. „Þessi verðlaun eru fyrst og fremst rós í hnappagatið fyrir starfsfólk Algalífs“ segir Orri Björnsson, forstjóri.

Nýlega kynnti Algalíf metnaðarfulla umhverfisstefnu (https://algalif.is/environmental-policy), en öll framleiðslan fer fram í stýrðu hátækni umhverfi innanhúss. „Það hjálpar okkur mikið í markaðssetningu erlendis að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu.“ segir Orri Björnsson, forstjóri.

 

Nánari upplýsingar veitir Svavar Halldórsson, markaðsstjóri Algalífs.

Tölvupóstur: svavar@algalif.com. Sími: 869-4940.

 

Nánari upplýsingar um verðlaunin og verðlaunahafa er að finna hér:

www.ghp-news.com/winners/algalif/

www.ghp-news.com/issues/biotechnology-awards-2021

Hér má finna nánari upplýsingar um veitenda verðlaunanna:

www.ghp-news.com

www.aiglobalmedialtd.com/brands

Nánari upplýsingar um Algalíf er að finna hér:

www.algalif.com

 

Myndir:

 

Photo by Styrmir Kári & Heiðdís Photography.

Fjögurra milljarða erlend fjárfesting í stækkun líftæknifyrirtækisins Algalífs.

By Fréttir

Verksmiðjusvæðið mun rúmlega tvöfaldast en framleiðsla á astaxanthíni rúmlega þrefaldast.

Rúmlega eitt hundrað innlend störf verða til á framkvæmdatímanum 2021 til 2022 og a.m.k. 35 ný framtíðarstörf munu skapast hjá fyrirtækinu.

Algalíf verður eitt stærsta örþörunga fyrirtæki í heimi. Stækkunin er að fullu fjármögnuð erlendis frá.

Read More

Close Menu

Algalif Iceland ehf. is committed to ensuring the security and protection of the personal information that we process, and to provide a compliant and consistent approach to data protection. Under the General Data Protection Regulation (GDPR) (EU) 2016/679, we have a legal duty to protect any information we collect from you. To learn more, go to www.algalif.com/privacy-policy